Innlent

Vill auka varnarsamstarf við ríki við N-Atlantshaf

MYND/Vilhelm Gunnarsson

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir nauðsynlegt að efla samstarf við ríki á Norður-Atlantshafssvæðinu í varnar- og öryggismálum. Þetta kom fram í ræðu hennar á Alþingi í dag. "Þó að Bandaríkin skipti hér mestu er einnig rétt að nefna Kanada og ekki síður Bretland og Norðurlöndin," sagði Valgerður í ræðunni.

Valgerður sagði að Íslendingar hlytu að horfa til hnattstöðu sinnar og taka tillit til heimkynnum sínum við mótun utanríkisstefnunnar á næstu árum. Í tengslum við þetta mun utanríkisráðuneytið standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu á Akureyri í mars þar sem rætt verður um opnun nýrra siglingaleiða fyrir norðan landið.

Auknar kröfur verða einnig gerðar til aðgerða og framlags Íslands til Atlantshafsbandalagsins, að sögn Valgerðar og verður friðargæslan þar í lykilhlutverki. Metnaður er fyrir því að rödd landsins heyrist hærra innan NATO og hefur ráðherra þegar sett af stað athugun á því hvernig hægt er að auka framlag Íslendinga til aðgerða bandalagsins í Afganistan.

Ræðu Valgerðar má lesa hér í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×