Innlent

Rekstur peningaspila innan þess ramma sem Háskóli Íslands setur sér

Undirskriftum er safnað í Beiðholti gegn spilasal sem opna á fyrir áramót og formaður Íbúasamtakanna Betra Breiðholt segir siðlaust að Háskólinn skuli standa á bak við slíkan rekstur. Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor ver þetta og segir að stjórnvöld hafi sett reglur um ýmsa áhættuþætti í daglegu lífi. Hvað varði happadrætti hafi stjórnvöld viljað draga úr áhættu með því að hafa stjórn á þessu og binda leyfisveitingu við íþróttafélög, líknarfélög og í þessu tilviki við skóla, það er að segja starf í þágu almennings. Þeir sem hafi komið að stjórn Háskólans undanfarna áratugi hafi litið svo á að happadrætti og peningaspil séu innan þess ramma sem skólinn setji sér, svo framarlega sem starfshættir séu innan ramma laganna. Ásökun um að það sé siðleysi að gera út á spilafíkn fólks svarar rektor svo að það sé í sjálfu sér ekkert markmið Háskólans að reka peningaspil eða happadrætti. Þetta hafi hins vegar verið ómetanleg tekjulind fyrir Háskólann og gert honum kleift að byggja ný hús og standa að viðhaldi þeirra. Það megi svo spyrja hvort þetta sé besta leiðin til að fjármagna slíkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×