Innlent

Segir andstæðinga Sjálfstæðisflokksins standa fyrir ógeðfelldri aðför að Birni

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir pólitíska andstæðinga Sjálfstæðisflokksins hafa staðið fyrir ógeðfelldri aðför að Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra vegna hleranamálsins svokallaða. Hann segir að óprúttnir menn reyni að koma höggi á Björn meðan hann standi í erfiðri prófkjörsbaráttu. Geir H. Harde ræddi þessi mál meðal annars á fundi í Valhöll í morgun. Hann neitar því alfarið að ekki hafi ríkt fullur trúnaður milli hans og Björns Bjarnasonar og það sé einfaldlega valdabarátta í flokknum.

Geir H. Harde segir stórkostlega alvarlegt öryggismál ef sími Jóns Baldvins Hannibalssonar hafi verið hleraðir og fagnar því að ríkissaksóknari rannsaki mál. Hann segir þó afar skrítið að það hafi tekið ráðherrann fyrrverandi tíu ár að ljóstra þessu upp.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×