Innlent

Jeppi valt við Sævarhöfða

Jeppi á leið vestur Sævarhöfða valt í gærkvöldi eftir að ökumaður missti stjórn á bílnum í aflíðandi beygju. Jeppinn snerist á götunni og valt á toppinn utan vegar. Ökumaðurinn sem var kona festist í bílnum og var dælubíll slökkviliðsins kallaður til. Konan náðist þó fljótlega út úr bílnum og var flutt með minniháttar meiðsl á slysadeild. Jeppin er mikið skemmdur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×