Innlent

Bíll valt í Hveragerði

Ung kona slapp lítið meidd eftir að hún missti stjón á bíl sínum á þjóðveginum suðaustur af Hveragerði laust fyrir miðnætti með þeim afleiðingum að bíllinn valt hálfa aðra veltu. Hún var flutt á Heilsugæslustöðina á Selfossi til aðhlynningar.

Vegurinn var blautur þegar slysið varð og hjólbarðar bílsins lélegir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×