Innlent

Mótmæli gegn forseta Taiwan

Óeinkennisklæddir lögreglumenn reyna að fjarlægja áróðursborða gegn forseta landsins af mótmælendum á þjóðhátíðardegi Taiwana í höfuðborginni Taipei.
Óeinkennisklæddir lögreglumenn reyna að fjarlægja áróðursborða gegn forseta landsins af mótmælendum á þjóðhátíðardegi Taiwana í höfuðborginni Taipei. MYND/AP

Tugir þúsunda mótmælenda fylktu liði í Taipei á þjóðahátíðardegi Taiwan, sem er í dag. Þeir fara fram á að forsetinn, Chen Shui-bian, segi af sér vegna ásakana um spillingarmál sem tengjast fjölskyldu hans.

Í hátíðarræðu sem forsetinn hélt í tilefni dagsins, fullyrti hann að hann fylgdi heiðarlegum stjórnarháttum. Hann sagði að sem forseti hefði hann stjórnarskrár-bundna skyldu og að hann myndi sitja áfram þá nítján mánuði sem hann á eftir af tímabilinu, þrátt fyrir mótmælin.

Lögregla sagði að yfir tuttugu þúsund mótmælendur hefðu safnast saman á breiðgötunni utan við Forsetaskrifstofuna. Síðustu tvo mánuði hafa mótmælendur látið að sér kveða á götum landsins.

Óeinkennisklæddir lögreglumenn reyna að fjarlægja áróðursborða gegn forseta landsins Chen Shui-bian á meðan hann hélt ræðu á þjóðhátíðardegi Taiwana í Taipei.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×