Innlent

Fjölmargar íbúðir standa tómar

Það er liðin tíð að íbúðir í nýbyggingum seljist löngu fyrir afhendingu.
Það er liðin tíð að íbúðir í nýbyggingum seljist löngu fyrir afhendingu. MYND/Valgarður Gíslason
Hæg velta á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu margar undanfarnar vikur er farin að segja til sín með þeim hætti að fjölmargar íbúðir standa tómar. Þetta kemur glöggt fram í fasteignablaði Morgunblaðsins í morgun þar sem fjöldinn allur af nýjum íbúðum í stórum blokkum er tilbúinn til afhendingar strax. Á nýafstöðnu þenslutímabili voru íbúðir seldar löngu áður en búið var að byggja þær.

Nokkuð ber á því að eldri íbúðir í grónum hverfum séu farnar að standa tómar, sem skýrist af því að íbúarnir hafa keypt nýtt eða annað húsnæði og eru fluttir, en geta ekki selt.

Innan við 130 kaupsamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, sem er aðeins yfir meðaltali síðustu tólf vikna.

Offramboð á íbúðamarkaðnum virðist því ótvírætt um þessar mundir, en þrátt fyrir það heldur verðið áfram að þokast uppávið, þvert á öll viðskiptalögmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×