Innlent

Stálu fánanum í ölæði

Grétar Már Sigurðsson ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu mun í dag ganga á fund sendiherra Rússlands hér á landi til að ræða mál er varða það að fána var stolið af stöng við rússneska sendiráðið um helgina. Tveir ungir menn skiluðu fánanum á lögregustöðina í Reykjavík í gær og kváðust hafa stolið fánanum í ölæði og báðust afsökunar, en Rússar líta málið alvarlegum augum, og þung refsing getur legið við verknaði af þessu tagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×