Innlent

Hlíf ekki gegn stækkun álvers

Formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar telur fullmikið að hóta því að verkalýðsforystan beiti sér gegn stækkun álversins í Straumsvík, líkt og formaður Rafiðnaðarsambandsins gerði. Hann segir uppsagnir þriggja starfsmanna Alcan í síðustu viku óeðlilegar og að fundað verði um þær í vikunni.

Þrír starfsmenn Alcan á aldrinum 58-60 ára voru reknir fyrirvaralaust fyrir helgi og tjáð að fyrirtækið væri ekki ánægt með vinnubrögð þeirra.

Í yfirlýsingu sem Alcan sendi frá sér vegna málsins segir að því miður hafi uppsagnirnar reynst nauðsynlegar, þær hafi ekki gerst án aðdraganda og umdræddum starfsmönnum hafi verið gefnar skýringar.

Rafiðnaðarsambandið sendi út ályktun fyrir helgi þar sem því er hótað að verkalýðsforystan beiti sér gegn stækkun álversins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×