Innlent

Vöruskiptahalli við útlönd minnkar

Vöruskiptahalli við útlönd var hátt í átta milljarðar í síðasta mánuði, samkvæmt tölum Hagstsofunnar. Hann hefur dregist saman tvo mánuði í röð, en hallinn í september var þó meiri en í ágúst. Vaxandi álútflutningur hefur vegið nokkuð upp á móti innflutningnum, en farið er að draga úr innflutningi á ýmsum fjárfestingarvörum og heimilistækjum. Athygli vekur að lítið sem ekkert dregur úr innflutningi á bílum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×