Innlent

Björgunarsveitarmenn bjarga gangnamanni

Gangnamaður lenti í sjálfheldu í hlíðum Melrakkadals skammt frá Dalvík í gærdag. 15 björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að bjarga manninum. Þeir sigu við erfiðar aðstæður í bratta og lausamöl niður að manninum, og sigu svo með hann niður á láglendi. Eftir að maðurinn hafði hresst sig með kaffi og kleinum, hélt hann á fjöll á ný til að klára leitirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×