Innlent

Toppar fá 3% afturvirka hækkun

Frá Alþingi
Frá Alþingi MYND/Stefán Karlsson
Kjararáð hefur ákveðið að embættismenn og þjóðkjörnir fulltrúar fái þriggja prósenta kauphækkun, sem reiknast frá fyrsta júlí. Lög um kjararáð tóku gildi 1. júlí 2006. Verkefni þess er að ákveða laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, ráðherra og dómara og annarra ríkisstarfsmanna, sem svo er háttað um að þau geta ekki ráðist með samningum á venjulegan hátt, vegna eðlis starfanna eða samningsstöðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×