Innlent

Sækist eftir 2.-3. sæti

Sigríður Ingvarsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2. til 3. sæti á lista Sjálfstæðiflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum til Alþingis.

Í tilkynningu sem Sigríður sendi frá sér kemur fram að hún telji afar brýnt að efla nýsköpun og vinna að fjölbreyttari atvinnutækifærum á landsbyggðinni, efla samgöngur og bæta leiðir til menntunar í dreifðari byggðum landsins.

Sigríður var Alþingismaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðurlandskjördæmi Vestra á árunum 2001-2003 og er nú varaþingmaður Norðausturkjördæmis. Sigríður starfar sem verkefnisstjóri á Impru Nýsköpunarmiðstöð sem er með starfsstöðvar á Akureyri og í Reykjavík.

Hún stundar samhliða vinnu MBA nám við Háskóla Íslands sem hún lýkur næsta vor. Sigríður hefur gengt mörgum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og á meðal annars sæti í stjórn Landssambands Sjálfstæðiskvenna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×