Innlent

Björgvin vill leiða Samfylkingarlista

Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson MYND/Fréttablaðið

Björgvin G. Sigurðsson býður sig fram í fyrsta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Hann segir í tilkynningu að hann bjóði fram krafta sína til að leiða Samfylkinguna til sigurs í kosningunum næsta vor og til að halda forystu flokksins í Suðurkjördæmi þar sem jafnaðarmenn höfum nú fjóra þingmenn og 1. þingmann kjördæmisins.

Margrét Frímannsdóttir leiddi Samfylkingarlistann í síðustu kosningum, en tilkynnti nýlega að hún ætlaði ekki aftur í framboð. Björgvin segist m.a. leggja mikla áherslu á átak í samgöngumálum sem tryggja varanlegar samgöngubætur við Vestmannaeyjar og tvöföldun Suðurlandsvegar. Þá leggur hann áherslu á uppbyggingu á staðbundu háskólanámi í kjördæminu. Björgvin starfaði sem framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar 1999-2003, og hefur verið þingmaður flokksins frá 2003. Hann er í sambúð með Maríu Rögnu Lúðvígsdóttur og þau eigaeigum við sex börn á aldrinum eins til sextán ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×