Innlent

Árni Johnsen hellir sér í slaginn

Árni Johnsen fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, sækist eftir 1. eða 2. sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Árni tilkynnti ákvörðun sína í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi og sagði, að margir hvettu sig, en honum hefur meðal annars borist undirskriftalisti með 1150 nöfnum úr öllum byggðum í kjördæminu. Hann hafi nú ákveðið að taka áskoruninni og er bjartsýnn á framhaldið. Ákveðið verður á sunnudag hvort haldið verður prófkjör í kjördæminu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×