Innlent

Árni hvattur í prófkjör

MYND/Vilhelm

Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, hefur fengið í hendurnar lista með rúmlega 1100 undirskriftum þar er skorað á hann að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.

Árni segist vera himinlifandi og er sérstaklega ánægður með að undirskriftirnar koma frá hinum almenna grunni fólks í kjördæminu.

Þrátt fyrir stuðninginn segist hann ekki enn vera búinn að gera upp hug sinn, en ætlar ekki að láta bíða lengi eftir sér og mun greina frá ákvörðun sinni fljótlega.

Undirskriftasöfnunin hófst um miðjan ágúst en það voru nokkrir einstaklingar sem tóku sig saman og hrintu henni í framkvæmd. Listar lágu hvergi frammi, heldur gengu þeir manna á milli og voru meðal annars hafðir með til vinnu.

Þetta kemur fram á vef Eyjafrétta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×