Innlent

Leita að týndri gæsaskyttu

Björgunarfélagið Blanda var kallað út um hádegisbilið til að leita að gæsaskyttu á Eyvindarstaðaheiði. Maðurinn varð viðskila við föður sinn um níuleytið í morgun en er vel búinn og gott veður er á svæðinu. Lögreglan á Blönduósi segir því vonandi ekki mikla hættu á ferðum.

Maðurinn fór út úr bíl sem þeir feðgarnir voru á í morgun, faðirinn ók aðeins lengra en kom síðan aftur á sama stað og fann þá ekki son sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×