Carlos Tevez og Javier Macherano, argentínsku landsliðsmennirnir sem gengu til liðs við West Ham fyrir skemmstu, eru ekki í byrjunarliði liðsins í leiknum gegn Aston Villa. Leikurinn er að hefjast á Upton Park, heimavelli West Ham.
Marlon Harewood og Bobby Zamora skipa fremstu víglínu West Ham í leiknum og á miðjunni, í stöðu Macherano, er Nigel-Reo Cocker.