Erlent

Langþráðir nashyrningsungar

Jövu-nashyrningarnir eru gjarnan á ferðinni á nóttunni.
Jövu-nashyrningarnir eru gjarnan á ferðinni á nóttunni. MYND/AP

Fjórir Jövu-nashyrningsungar sem fæddust nýverið í Indónesíu vekja vonir um að stofn Jövu-nashyrninga geti verið á uppleið. Einungis lifa á bilinu 28 til 56 nashyrningar af þessum stofni í Indónesíu og átta til viðbótar í Víetnam og er tegundin því í einna mestri útrýmingarhættu allra spendýra.

Að sögn dýraverndunarsamtakanna World Wildlife Fund hafa fundist fjórar ólíkar slóðir kvendýra með unga en vísindamenn segja þetta í fyrsta skipti í fjörutíu ár sem svo margir ungar fæðast inn í hópinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×