Sport

Titillinn er formsatriði hjá Valsstúlkum

Valsstúlkur þurfa að mæta sofandi til leiks í lokaumferðinni til að missa af Íslandsmeistaratitlinum
Valsstúlkur þurfa að mæta sofandi til leiks í lokaumferðinni til að missa af Íslandsmeistaratitlinum Mynd/Vilhelm

Þrettánda og næst síðasta umferðin í Landsbankadeild kvenna fór fram í kvöld. Valsstúlkur tryggðu sér nánast Íslandsmeistaratitilinn með því að leggja Keflavík 4-0 á útivelli og það þýðir að Breiðablik, sem vann Fylki 6-2 í kvöld, þarf að vinna lokaleik sinn með yfir 30 marka mun og treysta á að Valur tapi í lokaumferðinni til að eiga möguleika á að verja titil sinn frá því í fyrra.

KR burstaði Þór/KA 8-1 í vesturbænum og Stjarnan valtaði yfir FH 9-0 á útivelli.

Valur er í efsta sætinu með 36 stig þegar ein umferð er eftir, Breiðablik í öðru með 33, KR hefur 27, Stjarnan 24, Keflavík 18, Fylkir 12 og Þór/KA hefur 3 stig líkt og FH sem vermir botnsætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×