Innlent

Ekkert mál að fá dóp inn í fangelsið

Einangrunarklefar á Litla-Hrauni.
Einangrunarklefar á Litla-Hrauni.

Trúnaðarmaður fanga á Litla-Hrauni segir ekkert mál fyrir fanga að fá eiturlyf send inn í fangelsið. Til að sporna við eiturlyfjavanda í fangelsum telur hann opnun fangelsa virka betur en hert eftirlit og viðurlög.

Atli Helgason, trúnaðarmaður fanga á Litla-Hrauni, sagði í viðtali í Íslandi í bítið í morgun að þegar nóg væri af eiturlyfjum í umferð úti í þjóðfélaginu, þá væri yfirleitt einnig nóg framboð inni í fangelsunum.

Úrbæturnar segir hann ekki felast í lokun fangelsa og hertu eftirliti og viðurlögum, heldur þvert á móti í opnun fangelsa með fangelsisvinnustöðum og aukna innkomu fjölskyldunnar inn í fangelsin. Hann segir að þannig verði frekar byggð upp sjálfsvirðing fanga og að það sé áhrifaríkara en hert eftirlit




Fleiri fréttir

Sjá meira


×