Bæklunarlæknar krefjast úrbóta 29. ágúst 2006 13:10 MYND/Vilhelm Gunnarsson Bæklunarlæknar íhuga að segja sig úr samningi við Tryggingastofnun ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra. Þeir vilja aukið fjárhagslegt svigrúm frá Tryggingastofnun til að sinna sjúklingum sínum eins og þörf krefur. Sveinbjörn Brandsson, formaður samninganefndar bæklunarlækna, segir læknana orðna langþreytta á að fjármagn sem þeir fá frá Tryggingastofnun dugi ekki til þess að þeir geti sinnt sárþjáðum sjúklingum. Hann segir biðtíma sjúklinga óásættanlega langan og jafnvel þó að læknar standi á bremsunni og takmarki mjög heimsóknir sjúklinga þá klárist kvótinn og margir læknar þurfi nánast að loka stofum sínum í nóvember og desember vegna þess að þá sé kvóti Tryggingastofnunar búinn. Hann segir sjúklinga sem þjást af stoðkerfissjúkdómum ekki nógu þéttan þrýstihóp til að berjast sjálfur fyrir bættri þjónustu. Fólkið beri harm sinn í hljóði hver í sínu horni en sumir séu þó svo þjáðir af verkjum í hálsi, baki eða fótleggjum að þeir fái vart sofið. Sveinbjörn segir Tryggingastofnun ekki rækja hlutverk sitt sem skyldi ef hún geti ekki tryggt Íslendingum þá læknisþjónustu sem þeir borgi fyrir með því að greiða skattana sína. Hann hefur sóst eftir fundum með heilbrigðismálaráðherra en staðið hefur á svörum þangað til í morgun. Hann mun funda með ráðherra í næstu viku. Sveinbjörn segist þó síður vilja segja sig úr samningum við Tryggingastofnun eins og hjartalæknar brugðu á í vor þó af því verði ef engin önnur lausn finnst. Það sé ógreiði við illa haldna sjúklinga að þeyta þeim út um bæ að ná í tilvísanir og beiðnir og vonast hann því til að önnur lausn finnist á fundi hans með heilbrigðisráðherra í næstu viku. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
Bæklunarlæknar íhuga að segja sig úr samningi við Tryggingastofnun ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra. Þeir vilja aukið fjárhagslegt svigrúm frá Tryggingastofnun til að sinna sjúklingum sínum eins og þörf krefur. Sveinbjörn Brandsson, formaður samninganefndar bæklunarlækna, segir læknana orðna langþreytta á að fjármagn sem þeir fá frá Tryggingastofnun dugi ekki til þess að þeir geti sinnt sárþjáðum sjúklingum. Hann segir biðtíma sjúklinga óásættanlega langan og jafnvel þó að læknar standi á bremsunni og takmarki mjög heimsóknir sjúklinga þá klárist kvótinn og margir læknar þurfi nánast að loka stofum sínum í nóvember og desember vegna þess að þá sé kvóti Tryggingastofnunar búinn. Hann segir sjúklinga sem þjást af stoðkerfissjúkdómum ekki nógu þéttan þrýstihóp til að berjast sjálfur fyrir bættri þjónustu. Fólkið beri harm sinn í hljóði hver í sínu horni en sumir séu þó svo þjáðir af verkjum í hálsi, baki eða fótleggjum að þeir fái vart sofið. Sveinbjörn segir Tryggingastofnun ekki rækja hlutverk sitt sem skyldi ef hún geti ekki tryggt Íslendingum þá læknisþjónustu sem þeir borgi fyrir með því að greiða skattana sína. Hann hefur sóst eftir fundum með heilbrigðismálaráðherra en staðið hefur á svörum þangað til í morgun. Hann mun funda með ráðherra í næstu viku. Sveinbjörn segist þó síður vilja segja sig úr samningum við Tryggingastofnun eins og hjartalæknar brugðu á í vor þó af því verði ef engin önnur lausn finnst. Það sé ógreiði við illa haldna sjúklinga að þeyta þeim út um bæ að ná í tilvísanir og beiðnir og vonast hann því til að önnur lausn finnist á fundi hans með heilbrigðisráðherra í næstu viku.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira