Innlent

Borð Fischers og Spasskys á leið í ferðalag

Boris Spasský og Friðrik Ólafsson tefldu við borðið góða þegar Spasský kom til landsins í febrúar.
Boris Spasský og Friðrik Ólafsson tefldu við borðið góða þegar Spasský kom til landsins í febrúar. MYND/Stefán Karlsson

Skákborðið sem Fischer og Spasský tefldu við árið 1972 verður sent til Þýskalands innan skamms þar sem það fer á viðamikla sýningu sem helguð er skák og stjórnmálum. En áður en borðið leggur í langferð þjónar það í öðru einvígi þar sem Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson kljást um Íslandsmeistaratitilinn. Það einvígi byrjar klukkan fimm í dag í húsi Orkuveitu Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×