Innlent

Útvarpsstjóri RÚV las fréttir á Bylgjunni í dag

Páll Magnússon, t.v., og Jón Ólafsson, einn stofnenda Íslenska útvarpsfélagsins.
Páll Magnússon, t.v., og Jón Ólafsson, einn stofnenda Íslenska útvarpsfélagsins.

Gamlir fréttamenn og útvarpsmenn af Bylgjunni snúa aftur að hljóðnemanum í tilefni af tvítugsafmæli Bylgjunnar, meðal annarra mætti Páll Magnússon útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins í hljóðver og las fréttir klukkan ellefu. Auk Páls Magnússonar munu Elín Hirst, Sigursteinn Másson og fleiri lesa okkur fréttirnar á Bylgjunni í dag.

Fyrir tuttugu árum ræsti Jón Ólafsson útsendingar Bylgjunnar eftir að leyfi til útvarpsrekstrar voru gefin frjáls. Mikill afmælisfagnaður hefur staðið frá því á föstudaginn og nær hann hámarki í dag. Starfsmenn NFS óska Bylgjunni að sjálfsögðu til hamingju með afmælið og óska velfarnaðar á komandi árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×