Innlent

Hætti sjósundinu í myrkri og lélegu skyggni

Benedikt hefur klofið öldurnar víða, hér er hann á Vestfjörðum.
Benedikt hefur klofið öldurnar víða, hér er hann á Vestfjörðum. MYND/GAK

Sjósundkappinn og listamaðurinn Benedikt Lafleur lagði árar í bát í sjósundi sínu í gærkvöldi þegar myrkur og skyggni var farið að hamla för. Að sögn Benedikts sögðust björgunarsveitarmenn ekki lengur geta tryggt öryggi hans í myrkrinu. Hann segist þó sáttur við sundið og mjög dýrmæta reynslu að nú hafi hann náð tökum á að nærast á sundi án óþæginda.

Lét hann því þar við sitja þar sem hann var búinn að synda fyrir Seltjarnarnesið og kominn um einn kílómetra inn fyrir Gróttu á leið sinni inn að Bakkavör. Benedikt hætti einnig við að synda þriðja hluta hringsunds síns um Reykjavík, frá Bakkavör í Nauthólsvík en hann heldur til Englands til æfinga á þriðjudaginn fyrir þreksund þvert yfir Ermarsundið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×