Innlent

Amnesty International skorar á stjórnvöld

Íslandsdeild Amnesty International skorar á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir því að að Sameinuðu þjóðirnar sendi tafarlaust friðargæslulið til Darfur í Súdan.

Framkvæmdastjóri Amnesty International sendi nýverið bréf til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem farið er fram á að Sameinuðu þjóðirnar sendi friðargæslulið til Darfur til verndar almennum borgurum.

Í bréfi til Valgerðar Sverrisdóttur, Utanríkisráðherra Íslands, hvetur Íslandsdeild Amnesty International íslensk stjórnvöld til að beita áhrifum sínum og þrýsta á Öryggisráðið að fara að tilmælum samtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×