Innlent

Náðist að bjarga rútu sem barst niður með Krossá

Krossá er oft örðugur farartálmi, sérstaklega í vætutíð.
Krossá er oft örðugur farartálmi, sérstaklega í vætutíð. MYND/JAK
Björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöld þegar óttast var um afdrif bílstjóra, sem var einn í rútubíl, sem festist í Krossá í Þórsmörk. Bílstjóranum tókst að sparka út rúðu og komast í land og var aðstoð þá afturkölluð. Rútan barst eitthvað undan straumi og um tíma var óttast að hún ylti, en öðrum rútubílstjórum og fleirum, tóks með ærinni fyrirhöfn að ná henni upp úr ánni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×