Innlent

Um 40 kýr brunnu inni

Um það bil fjörutíu kýr brunnu inni þegar eldur kom upp í fjósi og hlöðu á bænum Húsatóftum á Skeiðum á sjöunda tímanum í morgun. Þegar heimafólk varð eldsins vart, logaði hann í þökum beggja bygginganna, sem eru sambyggðar, og varð ekki við neitt ráðið.

Með snarræði tókst fólkinu að bjarga sjö kúm út á lífi, en úr því voru allar bjargir bannaðar. Slökkvilið kom víða að og tók vel á aðra klukkustund að slökkva eldinn, en þá voru kýrnar í fjósinu löngu kafnaðar. Eldsupptök eru ókunn en lögregla og fulltrúar tryggingafélags bæjarins eru á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×