Innlent

BSRB hótar kæru á hendur Snæfellsbæ

BSRB hefur ákveðið að stefna bæjarstjórn Snæfellsbæjar, verði uppsagnir sex starfsmanna sundlauga og íþróttahúsa í sveitarfélaginu ekki dregnar til baka. Uppsagnirnar standa í tengslum við skipulagsbreytingar en BSRB segir kjarasamninga kveða skýrt á um að slíkar breytingar geti átt sér stað án þess að fólki sé sagt upp störfum.

Krefst BSRB þess að uppsagnirnar verði dregnar til baka fyrir lok mánaðarins, ella muni félagið höfða mál á hendur sveitarfélaginu fyrir hönd starfsmannanna sem eru félagsmenn BSRB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×