Innlent

Allt að loka á vellinum

Varnarliðsmennirnir  bandarísku verða nú að herða sultaról, þeir geta varla fengið sér að borða lengur.
Varnarliðsmennirnir bandarísku verða nú að herða sultaról, þeir geta varla fengið sér að borða lengur. MYND/Heiða Helgadóttir

Þeir tæplega fimm hundruð hermenn, sem enn eru eftir í varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli komast ekki lengur í sund, því sundlauginni var lokað í gær . Félagsheimilinu og bókasafninu var líka lokað, internetkaffinu, aðal veitingahúsinu og matvöruverslun sömuleiðis. ADSL tenging var tekin af , beinar sjónvarpsútsendingar felldar niður og bílaþjónustunni lokað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×