Áverkar sem eiga heima í stríði 31. júlí 2006 17:16 Áverkar sem hljótast af ofbeldi í miðborg Reykjavíkur um helgar eiga heima í stríði - ekki í skemmtanalífi. Þetta segir yfirlæknir á slysadeild Landspítalans. Hann vill að fræðsla um ofbeldi og slæmar afleiðingar þess hefjist strax í leikskóla. Ofbeldi í tengslum við skemmtanahald landsmanna um helgar, og þá sér í lagi í miðborg Reykjavíkur, virðist sífellt verða grófara. Reglulega berast fréttir af hnífsstungum og höfuðspörkum, og um nýliðna helgi var sagt frá manni sem beit eyra af öðrum á Bergstaðastræti. Þá var einn barinn með keðju í höfuðið á Selfossi á föstudagskvöldið, með þeim afleiðingum að hann höfuðkúpubrotnaði. Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, yfirlæknir slysadeildar Landspítalans í Fossvogi, segir að á þriðja tug manna komi að meðaltali á slysadeildina á laugardagsnóttu með áverka eftir ofbeldi, og það sé óásættanlegt að horfa upp á þetta lengur. Þarna sé um að ræða algjörlega tilefnis- og tilgangslaust ofbeldi. Ófeigur segir að miðað við þá áverka sem hann sé farinn að sjá í sinni vinnu myndi hann hugsa sig þrisvar um áður en hann fengi sér göngutúr í miðborg Reykjavíkur á laugardagsnóttu. Og hann segir þau áflog sem sjáist á götum úti um helgar á Íslandi líkist óeirðum, og slíkt þekkist ekki í höfuðborgum annarra Evrópuríkja. Ófeigur vill sjá aukna umræðu um ofbeldisvandamálið í íslensku samfélagi. Það þurfi m.a. að tala um þessa hluti við börnin okkar miklu fyrr, jafnvel strax og þau eru komin á leikskólaaldur. Það þurfi að kenna þeim að bera virðingu fyrir öðru fólki, og þá ekki síst fyrir sjálfu sér. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Áverkar sem hljótast af ofbeldi í miðborg Reykjavíkur um helgar eiga heima í stríði - ekki í skemmtanalífi. Þetta segir yfirlæknir á slysadeild Landspítalans. Hann vill að fræðsla um ofbeldi og slæmar afleiðingar þess hefjist strax í leikskóla. Ofbeldi í tengslum við skemmtanahald landsmanna um helgar, og þá sér í lagi í miðborg Reykjavíkur, virðist sífellt verða grófara. Reglulega berast fréttir af hnífsstungum og höfuðspörkum, og um nýliðna helgi var sagt frá manni sem beit eyra af öðrum á Bergstaðastræti. Þá var einn barinn með keðju í höfuðið á Selfossi á föstudagskvöldið, með þeim afleiðingum að hann höfuðkúpubrotnaði. Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, yfirlæknir slysadeildar Landspítalans í Fossvogi, segir að á þriðja tug manna komi að meðaltali á slysadeildina á laugardagsnóttu með áverka eftir ofbeldi, og það sé óásættanlegt að horfa upp á þetta lengur. Þarna sé um að ræða algjörlega tilefnis- og tilgangslaust ofbeldi. Ófeigur segir að miðað við þá áverka sem hann sé farinn að sjá í sinni vinnu myndi hann hugsa sig þrisvar um áður en hann fengi sér göngutúr í miðborg Reykjavíkur á laugardagsnóttu. Og hann segir þau áflog sem sjáist á götum úti um helgar á Íslandi líkist óeirðum, og slíkt þekkist ekki í höfuðborgum annarra Evrópuríkja. Ófeigur vill sjá aukna umræðu um ofbeldisvandamálið í íslensku samfélagi. Það þurfi m.a. að tala um þessa hluti við börnin okkar miklu fyrr, jafnvel strax og þau eru komin á leikskólaaldur. Það þurfi að kenna þeim að bera virðingu fyrir öðru fólki, og þá ekki síst fyrir sjálfu sér.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira