Erlent

Landamærin lokuð við Rafah

Palestínumenn klifra yfir veggi og hlið til að freista þess að komast yfir til Egyptalands.
Palestínumenn klifra yfir veggi og hlið til að freista þess að komast yfir til Egyptalands. MYND/AP

Rafah-landamærin milli Palestínu og Egyptalands eru nú lokuð í þrjár vikur og Palestínumönnum þar með meinað að heimsækja vini og ættingja í Egyptalandi. Óbreyttir borgarar tóku þar lögin í eigin hendur og réðust í gegnum hliðin en voru síðan stöðvaðir af lögreglumönnum sem gættu landamærastöðvarinnar.

Á Gaza-svæðinu er fólk nú farið að hamstra mat og aðrar birgðir af ótta við stöðugt versnandi lífsskilyrði í þessu strandhéraði. Mannréttindasamtök í Palestínu kvarta nú yfir því að sprengjuárásir Ísraela undanfarið hafi eyðilagt það sem hafði náðst að byggja upp undanfarinn áratug.

Ísraelar gerðu nú rétt áðan sprengjuárás á palestínska ráðuneytisbyggingu þar sem þeir segja Hamas-flokkinn sem er í ríkisstjórn bera beina ábyrgð á hvarfi ísraelsks hermanns sem Palestínumenn hafa í haldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×