Innlent

Forsetahjónin boðin í Hvíta húsið í kvöld

Forsetahjónin á 17. júní síðastliðinn
Forsetahjónin á 17. júní síðastliðinn MYND/Heiða Helgadóttir
George Bush, forseti Bandaríkjanna, og Laura Bush forsetafrú hafa boðið íslensku forsetahjónunum til kvöldverðar í Hvíta húsinu í kvöld. Kvöldverðurinn er til heiðurs Special Olympics, íþróttastarfi í þágu fatlaðra. Heiðursgestur kvöldsins verður Eunice Kennedy Shriver, upphafskona Special Olympics og systir John F. Kennedy heitins, en hún varð 85 ára í dag. Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Dorrit Moussaief forsetafrú flugu til Bandaríkjanna í gærkvöldi. Á meðan á heimsókn þeirra í Washington stendur mun Ólafur Ragnar eiga fundi með ýmsum áhrifa- og forystumönnum Special Olympics og þingmönnum á bandaríska þinginu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×