Innlent

Enginn viðræðufundur í varnarmálum á morgun

Viðræðunefndir Bandaríkjamanna og Íslendinga um varnarmálin hafa setið á fundi í allan dag. Fundinum lauk nú rétt fyrir fréttir. Fjölmenn viðræðunenfd Bandaríkjamanna skundaði til fundar í Þjóðmenningarhúsinu klukkan 9 í morgun og hitti þar þá íslendinga sem stýra viðræðunum að hálfu Íslendinga. Sem fyrr leiðir Albert Jónsson, verðandi sendiherra í Washington þessar viðræður fyrir Íslands hönd en nýr maður er i brúnni hinum megin við borðið. Þar er í forsæti Thomas Hall, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna - einn af mörgum, en á árum áður var hann yfirmaður herstöðvarinnar í Keflavík. Það hafa litlar upplýsignar fengist um gang þessara viðræðna til þessa, og formlega vill enginn staðfesta þær fregnir að í raun sé ekki verið að tala um annað í Þjóðmenningarhúsinu í dag en viðskilnað varnarliðsins. Í raun havð eigi að gera við tæki og tól- fasteignir og annað sem eftir verður í haust þegar herinn kveður. Geir Haarde, forsætisráðherra er í pólitísku forsvari fyrir þessum viðræðum og hefur hann og embættismenn litlar sem engar upplýsignar gefið um gang mála - um viðskilnaðinn eða mögulega framtíð í varnarmálasamskiptum þjóðanna í kjölfar einhliða yfirlýsingar bandaríkjamanna um að herinn væri farinn. Með semingi veitti ónafngreindur heimildarmaður í viðræðunefninni þær upplýsignar í dag að hjónabandssæla hefði verið með kaffinu í Þjóðmenningarhúsinu. Hjónabandssælan er nokkuð úr takti við samskipti tveggja aðila þar sem annar aðilinn tilkynnir símleiðis í mars að hann sé hættur - farinn. Viðræðurnar nú líkjast því frekar skilnaðarferli hjóna en hjónabandssælu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×