Innlent

Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli sektuð um 60 milljónir

Flugþjónustunni á Keflavíkurflugvelli hefur verið gert að greiða um 60 milljónir króna í stjórnvaldssekt fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína við afgreiðslu farþegaflugvéla.

Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Flugþjónustan (IGS), dótturfélag FL Group, hafi brotið gegn 11. grein samkeppnislaga, um misnotkun á markaðsráðandi stöðu fyrirtækisins. Brotið átti sér stað þegar fyrirtækið gerði 10 einkakaupasamninga við flugfélög sem lenda á Keflavíkurflugvelli og eins þegar það gerði LTU, samkeppnishamlandi tilboð. Samkeppniseftirlitið gerði Flugþjónustinni að borga 80 milljónir króna. Áfrýunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, en lækkaði þó sektina niður í 60 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×