Innlent

Tveir í áfram gæsluvarðhaldi vegna skotárásar

Héraðsdómur Reykjaness
Héraðsdómur Reykjaness MYND/Stefán

Tveir voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 29. næsta mánaðar í tengslum við rannsókn á skotárás í Hafnarfirði í júní. Einum manni var sleppt úr haldi. Skotárásin átti sér stað þann 21. júní síðastliðinn en þá var tveimur skotum hleypt af inn í íbúðarhús en þrír voru innandyra. Annar mannanna sem úrskurður var í áframhaldandi gæsluvarðhald er grunaður um að hafa hent eldsprengju inn í sama húsnæði tæpum sólarhring síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×