Innlent

Bush fer frá Bessastöðum í laxveiði

George Bush eldri
George Bush eldri MYND/Stefán Karlsson

George Bush eldri, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kom til Íslands í dag til laxveiða. Hann snæddi kvöldverð með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í kvöld. Ólafur Ragnar og Dorrit Moussaieff forsetafrú tóku á móti George Bush á tröppunum á Bessastöðum. Bush ætlar að vera á landinu í þrjá daga, en strax eftir matinn á Bessastöðum var gert ráð fyrir að hann færi til laxveiða í fylgd með Orra Vigfússyni, formanni verndarsjóðs villtra laxastofna.

Á fundi með fréttamönnum sagðist Bush hafa miklar áhyggjur af ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs, en það er ljóst að hann mun ekki ræða um tvíhliða málefni Bandaríkjanna og Íslands.

Dorrit Moussaieff stóð fyrir því að dagskráin væri færð úr skorðum og Bush afhent forláta flugubox og veiðistöng, sem væntanlega nýtist vel á morgun. Hann verður hér á landi fram á föstudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×