Innlent

Fyrrverandi samgönguráðherra sendir þeim núverandi tóninn

MYND/VÍSIR
Halldór Blöndal, fyrrverandi samgöngumálaráðherra, sendir Sturlu Böðvarssyni, samgöngumálaráðherra, tóninn í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að leið einkaframkvæmdar, sem Sturla vilji fara, sé engin töfralausn heldur til þess gerð að fela lántökur ríksins. Í grein Halldórs minnist hann sérstaklega á fyrirhugaðar framkvæmdir við veg úr Reykjavík austur að Þjórsárbrú. Hann segir að slíkur vegur yrði fjármagnaður með svokölluðum skuggagjöldum; aðferð sem bæði hann og Steingrímur J. Sigfússon hafi afskrifað á sínum tíma. Skynsamlegra sé að nýta þá þekkingu og reynslu sem vegagerðin býr að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×