Innlent

Miklar tafir á Kastrup

MYND/VÍSIR

Miklar tafir hafa orðið á flugi frá Kastrup flugvelli síðustu tvo daga eða svo. Að sögn langþreytts farþega biðu hundruð viðskiptavina Icelandair og Iceland express klukkustundum saman eftir að komast heim í gær. Upplýsingafulltrúi Flugleiða segir að þessar tafir stafi annars vegar af verkfallsdeilum þjónustuaðila á flugvellinum og hins vegar af bilunum í færiböndum fyrir töskuflutninga.

Borið hefur við að farþegar hafi fengið töskur sínar með seinna flugi af þessum sökum. Leyst hefur verið úr launadeilum dönsku starfsmannanna en hins vegar geta tæknileg vandamál gert vart við sig eitthvað áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×