Innlent

Vill að bílprófsaldurinn verði hækkaður

Mynd/Hari

Sýslumaðurinn á Selfossi vil að bílprófsaldurinn verðu hækkaður upp í 18 ára aldur til samræmis við sjálfræðisaldurinn. Hann segir unga ökumenn eiga lítið erindi í umferðina.

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir að ákveðið misræmi sé í lögum eftir að sjálfræðisaldurinn var hækkaður í 18 ár frá 16 árum 1. janúar 1998. Hann segir að samkvæmt þeirri skilgreiningu séu ungir ökumenn undir 18 ára aldri því börn og á ábyrgð foreldra sinna. Hann segir að eðlilegt væri ef tryggingarfélög myndu kalla foreldra til ábyrðar valdi ökumaður undir 18 ára aldri tjóni í umferðinni.

Ólafur hefur verið talsmaður þess að hækka bílprófsaldurinn í áratugi en ekki séu allir á sömu skoðun. Hann segir börn ekki eiga erindi sem ökumenn í umferðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×