Innlent

Mikill fjöldi á alþjóðlegri ráðstefnu um aðgerðarrannsóknir

Fimmtán hundruð og fimmtíu manns sækja nú alþjóðlega ráðstefnu um aðgerðarannsóknir í Háskóla Íslands. Fullyrða skipuleggjendur ráðstefnunnar að hún sé sú fjölmennasta sem haldin hefur verið á Íslandi.

Gestir tóku að streyma á ráðstefnuna hvaðanæva að úr heiminum í gær en auk þeirra fimmtán hundruð og fimmtíu sem sækja ráðstefnuna eru 250 makar með í för og er því nær lagi að segja að um átján hundruð manns séu hingað komin vegna hennar. Karlakórinn Heimir tók á móti gestum á þjóðlegum nótum og flutti Völuspá fyrir fullum sal Háskólabíós

Aðgerðarannsóknir er fræðigrein sem má segja að hafi orðið til í heimstyrjöldinni síðari. En þær ganga til dæmis út á að reikna út hvernig og hvenær framleiða eigi vöru og til að spá fyrir um eftirspurn.

Ráðstefnan stendur yfir fram á miðvikudag með erindi frá doktor Saul Gass sem talar um rögu aðgerðarannsókna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×