Innlent

Varnarliðið hyggst ekki greiða vangoldnar launahækkanir

Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli eiga inni vangoldnar launahækkanir frá áramótum og hefur Varnarliðið lýst því yfir að það muni ekki greiða þær.

Varnarliðið virðir því að vettugi þá ákvörðun kaupskárnefndar varnarsvæða, að slökkviliðsmenn á vellinum skuli fá sömu laun og sveitarfélögin sömdu um við landssamband Slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna fyrr á árinu og eru afturvirkar til áramóta. Að sögn slökkviliðsmanna eru vangoldin laun farin að hlaupa á talsverðum upphæðum, en í bréflegu svari frá starfsmannahaldi Varnarliðsins segi að við fyrstu skoðun á farmlögðum nýjum kjarasamningi, virðist koma í ljós að prósentuhækkun fari farm úr heimildum sem bandaríska varnarmálaráðuneytið heimilar til hækkana launa íslenskra starfsmanna.

Slökkviliðsmenn á Vellinum hafa ekki verkfallsrétt og eru þeim því allar leiðir lokaðar nema dómstólaleiðin, sem gæti jafnvel tekið nokkur ár. Sem kunnugt er hefur slökkviliðið á Vellinum hvað eftir annað hlotið viðurkenningu sem besta flugvallarslökkvilið bandaríska hersins á heimsvísu.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×