Miami Heat NBA-meistari í fyrsta sinn 21. júní 2006 05:30 Dwyane Wade, Pat Riley þjálfari og Shaquille O´Neal fagna hér meistaratitlinum í nótt. Riley vann sinn fimmta á ferlinum sem þjálfari, O´Neal sinn fjórða sem leikmaður - en Wade sinn fyrsta NordicPhotos/GettyImages Miami Heat varð í nótt NBA-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins þegar liðið skellti Dallas á útivelli 95-92 og vann þar með einvígið 4-2, eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Dwyane Wade bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í einvíginu og var kjörinn verðmætasti leikmaður úrslitanna. Hann skoraði yfir 35 stig í fjórum síðustu leikjunum og var gjörsamlega óstöðvandi. Útlitið var ekki bjart fyrir Miami eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum í Dallas, en liðið vann eftir það næstu fjóra og landaði titlinum í Dallas í nótt. Wade var stigahæsti maður vallarins sem fyrr og skoraði 36 stig. Shaquille O´Neal var langt frá sínu besta og skoraði aðeins 9 stig, en það skipti engu máli í gær frekar en fyrr - því Miami er sannarlega liðið hans Dwyane Wade. Þessi frábæri leikmaður er nú heldur betur búinn að stimpla sig inn sem einn allra besti leikmaður heimsins og hefur unnið sinn fyrsta titil eftir þrjú ár í deildinni. Dallas hafði yfir í byrjun leiks í nótt, en náði aldrei að hrista af sér ákveðna gestina. Leikurinn var mjög fjörlegur í fyrri hálfleik, en í þeim síðari tók taugastríðið við og bæði lið voru fjarri sínu besta. Rétt eins og áður í einvíginu var það þó snillingurinn Dwyane Wade sem gerði gæfumuninn, en ekki má þó gleyma framlagi þeirra Udonis Haslem og Alonzo Mourning. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig og hirti 15 fráköst fyrir Dallas, en var þó í raun nokkuð frá sínum besta leik eins og í síðustu leikjum. "Það eina sem ég er búinn að vera að reyna að gera í þessu einvígi er að sanna fyrir fólki að það hafi haft rangt fyrir sér," sagði Dwyane Wade eftir leikinn. "Fólk var að segja að ég gæti ekki skotið utan af velli - svo ég sýndi að ég gæti skotið utan af velli. Svo var sagt að ég gæti ekki spilað - og ég sýndi þeim að ég gæti spilað. Þetta er samt ekki spurning um að ég hafi sett strákana á bakið á mér og borið þá að þessum titli. Við fimmtán manna lið og gerðum þetta saman," sagði Wade og þakkaði öðrum fremur Guði almáttugum fyrir sigurinn. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Sjá meira
Miami Heat varð í nótt NBA-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins þegar liðið skellti Dallas á útivelli 95-92 og vann þar með einvígið 4-2, eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Dwyane Wade bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í einvíginu og var kjörinn verðmætasti leikmaður úrslitanna. Hann skoraði yfir 35 stig í fjórum síðustu leikjunum og var gjörsamlega óstöðvandi. Útlitið var ekki bjart fyrir Miami eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum í Dallas, en liðið vann eftir það næstu fjóra og landaði titlinum í Dallas í nótt. Wade var stigahæsti maður vallarins sem fyrr og skoraði 36 stig. Shaquille O´Neal var langt frá sínu besta og skoraði aðeins 9 stig, en það skipti engu máli í gær frekar en fyrr - því Miami er sannarlega liðið hans Dwyane Wade. Þessi frábæri leikmaður er nú heldur betur búinn að stimpla sig inn sem einn allra besti leikmaður heimsins og hefur unnið sinn fyrsta titil eftir þrjú ár í deildinni. Dallas hafði yfir í byrjun leiks í nótt, en náði aldrei að hrista af sér ákveðna gestina. Leikurinn var mjög fjörlegur í fyrri hálfleik, en í þeim síðari tók taugastríðið við og bæði lið voru fjarri sínu besta. Rétt eins og áður í einvíginu var það þó snillingurinn Dwyane Wade sem gerði gæfumuninn, en ekki má þó gleyma framlagi þeirra Udonis Haslem og Alonzo Mourning. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig og hirti 15 fráköst fyrir Dallas, en var þó í raun nokkuð frá sínum besta leik eins og í síðustu leikjum. "Það eina sem ég er búinn að vera að reyna að gera í þessu einvígi er að sanna fyrir fólki að það hafi haft rangt fyrir sér," sagði Dwyane Wade eftir leikinn. "Fólk var að segja að ég gæti ekki skotið utan af velli - svo ég sýndi að ég gæti skotið utan af velli. Svo var sagt að ég gæti ekki spilað - og ég sýndi þeim að ég gæti spilað. Þetta er samt ekki spurning um að ég hafi sett strákana á bakið á mér og borið þá að þessum titli. Við fimmtán manna lið og gerðum þetta saman," sagði Wade og þakkaði öðrum fremur Guði almáttugum fyrir sigurinn.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Sjá meira