Jason Terry fór á kostum í sigri Dallas 9. júní 2006 05:21 Jason Terry er skemmtikraftur af bestu sort og fór á kostum í nótt. Hann skoraði 32 stig, þar af fjóra þrista. AFP Dallas Mavericks hefur náð 1-0 gegn Miami Heat í lokaúrslitum NBA eftir 90-80 sigur á heimavelli sínum í nótt. Hinn frábæri Jason Terry varpaði skugga á stórstjörnurnar í gær þegar hann skoraði 32 stig og var maðurinn á bak við sigur Dallas. Miami byrjaði mun betur í leiknum og hafði yfir allt þar til á síðustu sekúndu fyrri hálfleiksins þegar Dirk Nowitzki kom Dallas yfir með skoti um leið og flautan gall. Nowitzki náði sér ekki á strik í sóknarleiknum frekar en Josh Howard, en þeir félagar hittu aðeins úr 7 af 28 skotum sínum. Jason Terry hitti hinsvegar úr 13 af 18 skotum sínum. Dwayne Wade er enn ekki búinn að ná sér af vírus sem hann fékk á dögunum, en hann var engu að síður stigahæstur í liði Miami með 28 stig og tvö þeirra komu eftir tilþrif leiksins þar sem hann tróð boltanum með tilþrifum yfir Erick Dampier. Shaquille O´Neal skoraði 17 stig og hitti mjög vel utan af velli - en var aftur skelfilegur á vítalínunni þar sem hann hitti 1 af 9 skotum. "Þetta var bara einn leikur og engin sería vinnst á einum leik," sagði Jason Terry brattur eftir leikinn og Avery Johnson þjálfari Dallas var sömuleiðis með báða fætur á jörðinni. "Þetta var bara einn leikur og þó við séum vissulega ánægðir að klára hann, vitum við að bæði liðin eiga mikið inni. Það á mikið eftir að gerast áður en þetta einvígi klárast." Stig Dallas: Jason Terry 32, Dirk Nowitzki 16 (10 frák), Jerry Stackhouse 13, Josh Howard 10 (12 frák). Stig Miami: Dwayne Wade 28, Shaquille O´Neal 17, Antoine Walker 17, Jason Williams 12. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira
Dallas Mavericks hefur náð 1-0 gegn Miami Heat í lokaúrslitum NBA eftir 90-80 sigur á heimavelli sínum í nótt. Hinn frábæri Jason Terry varpaði skugga á stórstjörnurnar í gær þegar hann skoraði 32 stig og var maðurinn á bak við sigur Dallas. Miami byrjaði mun betur í leiknum og hafði yfir allt þar til á síðustu sekúndu fyrri hálfleiksins þegar Dirk Nowitzki kom Dallas yfir með skoti um leið og flautan gall. Nowitzki náði sér ekki á strik í sóknarleiknum frekar en Josh Howard, en þeir félagar hittu aðeins úr 7 af 28 skotum sínum. Jason Terry hitti hinsvegar úr 13 af 18 skotum sínum. Dwayne Wade er enn ekki búinn að ná sér af vírus sem hann fékk á dögunum, en hann var engu að síður stigahæstur í liði Miami með 28 stig og tvö þeirra komu eftir tilþrif leiksins þar sem hann tróð boltanum með tilþrifum yfir Erick Dampier. Shaquille O´Neal skoraði 17 stig og hitti mjög vel utan af velli - en var aftur skelfilegur á vítalínunni þar sem hann hitti 1 af 9 skotum. "Þetta var bara einn leikur og engin sería vinnst á einum leik," sagði Jason Terry brattur eftir leikinn og Avery Johnson þjálfari Dallas var sömuleiðis með báða fætur á jörðinni. "Þetta var bara einn leikur og þó við séum vissulega ánægðir að klára hann, vitum við að bæði liðin eiga mikið inni. Það á mikið eftir að gerast áður en þetta einvígi klárast." Stig Dallas: Jason Terry 32, Dirk Nowitzki 16 (10 frák), Jerry Stackhouse 13, Josh Howard 10 (12 frák). Stig Miami: Dwayne Wade 28, Shaquille O´Neal 17, Antoine Walker 17, Jason Williams 12.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira