Mourinho spáir Brasilíumönnum HM-titlinum 3. júní 2006 15:21 Jose Mourinho hefur mesta trú á því að Brasilíumenn verji HM-titilinn sinn. Jose Mourinho, portúgalski knattspyrnustjóri Englandsmeistara Chelsea, spáir því að Brasilíumenn verji heimsmeistaratitilinn sinn á HM sem hefst um næstu helgi. Það yrði því í sjötta sinn sem Brasilíumenn yrðu heimsmeistarar. Mourinho vildi einnig vekja athygli landa sinna í Portúgal á því að Íranir gætu reynst erfiðir en þeir mæta einnig Mexíkó og Angóla í riðlakeppninni. "Brasilía er eina þjóðin sem er eingöngu skipað góðum leikmönnum og þeir hafa gott skipulag sem hefur verið í gangi í góðan tíma," sagði Mourinho þegar hann var spurður út í HM. "Þetta er nánast sama lið og vann HM 2002 nema að Ronaldinho er nú fjórum árum eldri, Adriano er kominn inn í liðið og Emerson er ekki meiddur. Það bendir margt til þess að miðja liðsins sé mun sterkari nú,"bætti Mourinho við. Brasilía er í riðli með Króatíu, Ástralíu og Japan og spilar sinn fyrsta leik við Króata þriðjudaginn 13. júní. Brasilíumenn spila lokaleik sinn fyrir HM gegn Nýja-Sjálandi í Genf á morgun og Íslendingar geta fylgst með generalprufunni því leikurinn verður í beinni útsendingu á Sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst klukkan 16.00 á morgun sunnudag. "Íranir mæta samheldnir til leiks og þeir ætla sér að berjast fyrir sína þjóð fram í rauðan dauðann. Þó að þá vanti kannski evrópska skipulagið í leik sinn þá er öruggt að þeir get vel flækt hlutina fyrir Portúgali," sagði Mourinho um Írani en flestir eru þó sammála um að Portúgal ætti að vinna tvo fyrstu leiki sína örugglega, gegn Angóla og Íran. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sjá meira
Jose Mourinho, portúgalski knattspyrnustjóri Englandsmeistara Chelsea, spáir því að Brasilíumenn verji heimsmeistaratitilinn sinn á HM sem hefst um næstu helgi. Það yrði því í sjötta sinn sem Brasilíumenn yrðu heimsmeistarar. Mourinho vildi einnig vekja athygli landa sinna í Portúgal á því að Íranir gætu reynst erfiðir en þeir mæta einnig Mexíkó og Angóla í riðlakeppninni. "Brasilía er eina þjóðin sem er eingöngu skipað góðum leikmönnum og þeir hafa gott skipulag sem hefur verið í gangi í góðan tíma," sagði Mourinho þegar hann var spurður út í HM. "Þetta er nánast sama lið og vann HM 2002 nema að Ronaldinho er nú fjórum árum eldri, Adriano er kominn inn í liðið og Emerson er ekki meiddur. Það bendir margt til þess að miðja liðsins sé mun sterkari nú,"bætti Mourinho við. Brasilía er í riðli með Króatíu, Ástralíu og Japan og spilar sinn fyrsta leik við Króata þriðjudaginn 13. júní. Brasilíumenn spila lokaleik sinn fyrir HM gegn Nýja-Sjálandi í Genf á morgun og Íslendingar geta fylgst með generalprufunni því leikurinn verður í beinni útsendingu á Sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst klukkan 16.00 á morgun sunnudag. "Íranir mæta samheldnir til leiks og þeir ætla sér að berjast fyrir sína þjóð fram í rauðan dauðann. Þó að þá vanti kannski evrópska skipulagið í leik sinn þá er öruggt að þeir get vel flækt hlutina fyrir Portúgali," sagði Mourinho um Írani en flestir eru þó sammála um að Portúgal ætti að vinna tvo fyrstu leiki sína örugglega, gegn Angóla og Íran.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sjá meira