Sport

Corrales lofar öðrum sögulegum bardaga

Áhorfendur Sýnar Extra gætu átt von á annari flugeldasýningu annað kvöld
Áhorfendur Sýnar Extra gætu átt von á annari flugeldasýningu annað kvöld NordicPhotos/GettyImages

Diego Corrales segist þess fullviss að þriðji bardagi hans við Luis Castillo annað kvöld verði jafn sögulegur á sá fyrsti, en fyrsta einvígi þeirra í fyrravor hefur verið kallað einn besti bardagi sögunnar. Þriðja bardagans er því beðið með mikilli eftirvæntingu og verður hann sýndur beint á Sýn Extra aðra nótt.

Corrales og Castillo hafa unnið sitthvorn bardagann og því verður slagurinn annað kvöld sá sem sker úr um hvor þeirra verður krýndur konungur léttvigtarinnar.

"Þriðji bardaginn verður sögulegur eins og hinir tveir. Sá fyrsti var auðvitað ótrúlegur og ég hélt í rauninni að ég væri þá á leið á sjúkrahús en ekki í sögubækurnar," sagði Corrales, en hann lá tvisvar í valnum áður en hann rotaði Castillo í einhverri ótrúlegustu endurkomu sem sést hefur í hnefaleikasögunni.

"Ég er bara 29 ára gamall ennþá, en fólk er að koma til mín og segja mér að þetta hafi verið besti bardagi sem það hefur nokkru sinni séð. Ég held að fólk eigi alltaf eftir að minnast okkar Castillo í sömu andrá fyrir þennan bardaga," sagði Corrales.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×