Corrales og Castillo berjast til þrautar 1. júní 2006 20:43 Fyrsti bardagi Corrales og Castillo var stórkostleg skemmtun og líklega einhver besti bardagi sem sýndur hefur verið í beinni útsendingu í íslensku sjónvarpi NordicPhotos/GettyImages Óhætt er að minna alla áhugamenn um hnefaleika á að fá sér sæti og stilla á Sýn Extra klukkan eitt á laugardagskvöldið, því þá mætast þeir Luis Castillo og Diego Corrales í þriðja sinn í hringnum og herlegheitin verða í beinni útsendingu. Fyrsti bardagi þeirra félaga í fyrravor var einhver ótrúlegasti bardagi síðari ára. Það var Corrales sem hafði betur í fyrsta bardaganum þegar hann sigraði á rothöggi í tíundu lotu eftir að hafa sjálfur legið á striganum nokkru áður. Þeir Ómar Ragnarsson og Bubbi Morthens fóru gjörsamlega á límingunum í útsendingu Sýnar það vorkvöldið og kölluðu þetta besta bardaga sem þeir hefðu lýst á Sýn síðan útsendingar hófust. Annar bardaginn hafði ekki sama glans og sá fyrsti, því þar kom í ljós að Castillo reyndist of þungur við vigtun og því gat bardaginn ekki verið um titil. Castillo hafði þó betur í bardaganum og vann nokkuð örugglega. Það verður þó væntanlega ekkert slíkt uppi á teningnum á laugardagskvöldið þegar þeir félagar mætast í þriðja sinn og keppa um það hver er konungur léttvigtarinnar í Las Vegas í Bandaríkjunum. Bardaginn verður sem fyrr sagði sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra og hefst útsendingin klukkan eitt eftir miðnætti, en hann verður svo sýndur í heild sinni síðar um nóttina á Sýn - eða eftir að útsendingu frá úrslitakeppni NBA lýkur. Það er því ljóst að framundan er sannkölluð draumahelgi á Sýn fyrir íþróttaáhugamenn og fyrirtaks upphitun fyrir HM í knattspyrnu sem hefst um næstu helgi. Box Erlendar Íþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira
Óhætt er að minna alla áhugamenn um hnefaleika á að fá sér sæti og stilla á Sýn Extra klukkan eitt á laugardagskvöldið, því þá mætast þeir Luis Castillo og Diego Corrales í þriðja sinn í hringnum og herlegheitin verða í beinni útsendingu. Fyrsti bardagi þeirra félaga í fyrravor var einhver ótrúlegasti bardagi síðari ára. Það var Corrales sem hafði betur í fyrsta bardaganum þegar hann sigraði á rothöggi í tíundu lotu eftir að hafa sjálfur legið á striganum nokkru áður. Þeir Ómar Ragnarsson og Bubbi Morthens fóru gjörsamlega á límingunum í útsendingu Sýnar það vorkvöldið og kölluðu þetta besta bardaga sem þeir hefðu lýst á Sýn síðan útsendingar hófust. Annar bardaginn hafði ekki sama glans og sá fyrsti, því þar kom í ljós að Castillo reyndist of þungur við vigtun og því gat bardaginn ekki verið um titil. Castillo hafði þó betur í bardaganum og vann nokkuð örugglega. Það verður þó væntanlega ekkert slíkt uppi á teningnum á laugardagskvöldið þegar þeir félagar mætast í þriðja sinn og keppa um það hver er konungur léttvigtarinnar í Las Vegas í Bandaríkjunum. Bardaginn verður sem fyrr sagði sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra og hefst útsendingin klukkan eitt eftir miðnætti, en hann verður svo sýndur í heild sinni síðar um nóttina á Sýn - eða eftir að útsendingu frá úrslitakeppni NBA lýkur. Það er því ljóst að framundan er sannkölluð draumahelgi á Sýn fyrir íþróttaáhugamenn og fyrirtaks upphitun fyrir HM í knattspyrnu sem hefst um næstu helgi.
Box Erlendar Íþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira