Hver mætir Jónasi í úrslitum? 11. maí 2006 07:00 Á morgun kemur í ljós hver mætir Jónasi Erni Helgasyni í fyrstu úrslitaviðureign spurningaþáttarins Meistarans. Í seinni undanúrslitaviðureigninni mætast Inga Þóra Ingvarsdóttir sagnfræðingur og Erlingur Sigurðarson safnstjóri en þau hafa bæði sýnt fádæma þekkingu á hreint ótrúlega víðu sviði og er ógjörningur að spá fyrir um úrslitin. Jónas Örn Helgason tryggði sér sæti í úrslitum fyrir viku síðan er hann gerði sér lítið fyrir og lagði Illuga Jökulsson. Þar með er Jónas Örn hársbreidd frá því að vinna sér inn 5 milljónir króna í beinhörðum peningum og nafnbótina Meistarinn. Úrslitaviðureignin sjálf fer fram á Uppstigningardag, 25. maí, en 17. maí verður rakinn aðdragandinn að úrslitunum í sérstökum upprifjunarþætti. Um keppendur í undanúrslitaviðureigninni: Erlingur Sigurðarsoner 57 ára gamall Mývetningur, fyrrverandi kennari við MA og forstöðumaður Húss skáldsins. Erlingur tók kandídatspróf í íslensku, sagnfræði og kennslu fræði og helstu áhugamál hans eru allt mannlegt; hestar, hundar og músík. Erlingur hefur áður getið sér gott orð með þátttöku í ýmsum "minni háttar spurningakeppnum", eins og hann sjálfur orðað. Hann var í liði Karlakórsins Geysis sem unnið hefur þrefalt í vinsælli spurningakeppni Kvenfélagsins Baldursbrá og reyndi fyrir sér í spurningaþættinum vinsæla Viltu vinna milljón, sem sýndur var á Stöð 2 við miklar vinsældir fyrir nokkrum árum. Erlingur mætti, líkt og Jónas Örn og Illugi, til leiks í 16 manna úrslitum. Þar lagði hann Ólínu Þorvarðardóttur fyrrverandi alþingismann og skólameistara, með eftirminnilegum hætti, og ekki voru tilþrifin minni er hann gerði sér lítið fyrir og lagði annan alþingismann, Mörð Árnason, nú fyrir viku síðan í 8 manna úrslitum. Inga Þóra Ingvarsdóttirer 26 að aldri. Hún er stúdent frá MH, líkt og Jónas Örn og tók BA-próf í safnfræði frá HÍ 2002. Hún er með MA-próf í Propaganda, Persuasion and History frá University of Kent frá 2005. Inga Þóra hefur unnið mörg störf, m.a. á leikskóla, elliheimili, bókasafni, hjá Orkuveitu Reykjavíkur og sem bréfberi hjá Íslandspósti. Inga Þóra hefur mikinn áhuga á bókmenntum og les heims- og afþreyingarbókmenntir jöfnum höndum. Myndlist er henni einnig hugleikin, sem og skriftir, tónlist og kvikmyndir. Sérsviðin segir hún tengjast áhugamálum og menntum - eins og gefur að skilja. Inga Þóra tók þátt í Gettu betur fyrir hönd MH öll sín menntaskólaár. Inga Þóra er eini keppandinn í 4 manna úrslitum sem hefur verið með frá fyrstu umferð. Hún lagði Þorvald Þorvaldsson smið í allra fyrsta þættinum á öðrum degi jóla; í 16 manna úrslitum gerði hún sér lítið fyrir og lagði Friðbjörn Eirík Garðarson lögmann, sem sjálfur hafði lagt af velli Stefán Pálsson í fyrstu umferð og í 8 manna úrslitum lagði hún sem fyrr segir Kristján Guy Burgess. Einvígi upp á 5 milljónir krónaMeistarinn er alvöru spurningaþáttur, "klassískur spurningaþátt," eins og stjórnandi þáttarins, Logi Bergmann hefur orðað það. Fréttaþulurinn Logi Bergmann er hreint enginn aukvisi þegar kemur að því að stýra spurningaþætti en hann var stjórnandi spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur við góðan orðstír í sjö ár. Markmiðið með Meistaranum var að leiða saman til spennandi einvígis skörpustu menn og konur landsins; jafnt þau sem þegar eru orðin landsmönnum að góðu kunn fyrir frækna framgöngu í spurningakeppnum, sem og aðra sem til stendur að uppgötva, laða fram á sjónvarsviðið. Allir sem náð hafa 20 aldursárum áttu þess kost að taka þátt. Efnt var til inntökuprófs - "Meistaraprófs" - í nóvember á fjórum stöðum á landinu, í Reykjavík, Egilsstöðum, Akureyri og á Ísafirði og var þáttaka með mesta móti. Þeir hlutskörpustu í prófinu munu mæta til leiks í Meistaranum, ásamt nokkrum af nafntogaðri gáfumönnum og spurningahaukum landsins. Meistarinn á sér enga fyrirmyndir, er nýr og fjölbreyttur spurningaþáttur fyrir alla fjölskylduna, sem sameina mun allt það besta sem tíðkast hefur í vinsælum spurningaþáttum. Spennan verður í hávegum höfð og mun ekki einasta reyna á þekkingu keppenda heldur ekki síður kænsku þeirra og heppni. Spurningar eru almenns eðlis, um allt og ekkert, allt frá því að vera níþungar í að vera laufléttar. Reynir því ekki einasta á gáfur keppenda heldur ekki hvað síst á kænsku og heppni. Einn mikilvægasti liðurinn í keppninni er nefnilega sá að keppendur þurfa að velja flokka ýmist handa sér eða mótkeppanda sínum. Keppendur þurfa því að spreyta sig á flokkum sem mótkeppandi velur jafnt og hinum ýmsu mynd- og hljóðdæmum. Þurfi keppandi því að hafa heppnina sín megin og leika leikinn að kænsku til að reyna að koma andstæðingum sínum fyrir kattanef. Sá sem krýndur verður Meistarinn eftir að hafa lagt alla keppinauta sína í maður-á-mann útsláttarkeppni mun fá að launum 5 milljónir króna í beinhörðum peningum. Í fyrstu umferð sitja tíu manns hjá. Að fyrstu umferð lokinni þurfa þau sextán sem eftir standa að berjast upp á líf og dauða til að komast áfram í næstu umferð, rétt eins og um bikarkeppni sé að ræða. Meistarinn hefur fengið geysigóðar viðtökur síðan hann hóf göngu sína um síðustu jól. Það staðfestist í dagbókarkönnun Gallup, sem birt var á dögunum, að þátturinn á sér nú þegar orðið traustan hóp áhorfenda en hann skipar sér nú í sinni annarri könnun í hóp með allra vinsælustu þáttum Stöðvar 2. Meistarinn er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudögum kl. 20:05 og endursýndur á laugardögum kl. 16:00 og mánudögum kl. 23:00. Hægt er að nálgast Meistarann og aðra íslenska þætti sem sýndir eru á Stöð 2, Sirkus, Sýn og NFS á Vísir VefTV visis.is. Meistarinn Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
Á morgun kemur í ljós hver mætir Jónasi Erni Helgasyni í fyrstu úrslitaviðureign spurningaþáttarins Meistarans. Í seinni undanúrslitaviðureigninni mætast Inga Þóra Ingvarsdóttir sagnfræðingur og Erlingur Sigurðarson safnstjóri en þau hafa bæði sýnt fádæma þekkingu á hreint ótrúlega víðu sviði og er ógjörningur að spá fyrir um úrslitin. Jónas Örn Helgason tryggði sér sæti í úrslitum fyrir viku síðan er hann gerði sér lítið fyrir og lagði Illuga Jökulsson. Þar með er Jónas Örn hársbreidd frá því að vinna sér inn 5 milljónir króna í beinhörðum peningum og nafnbótina Meistarinn. Úrslitaviðureignin sjálf fer fram á Uppstigningardag, 25. maí, en 17. maí verður rakinn aðdragandinn að úrslitunum í sérstökum upprifjunarþætti. Um keppendur í undanúrslitaviðureigninni: Erlingur Sigurðarsoner 57 ára gamall Mývetningur, fyrrverandi kennari við MA og forstöðumaður Húss skáldsins. Erlingur tók kandídatspróf í íslensku, sagnfræði og kennslu fræði og helstu áhugamál hans eru allt mannlegt; hestar, hundar og músík. Erlingur hefur áður getið sér gott orð með þátttöku í ýmsum "minni háttar spurningakeppnum", eins og hann sjálfur orðað. Hann var í liði Karlakórsins Geysis sem unnið hefur þrefalt í vinsælli spurningakeppni Kvenfélagsins Baldursbrá og reyndi fyrir sér í spurningaþættinum vinsæla Viltu vinna milljón, sem sýndur var á Stöð 2 við miklar vinsældir fyrir nokkrum árum. Erlingur mætti, líkt og Jónas Örn og Illugi, til leiks í 16 manna úrslitum. Þar lagði hann Ólínu Þorvarðardóttur fyrrverandi alþingismann og skólameistara, með eftirminnilegum hætti, og ekki voru tilþrifin minni er hann gerði sér lítið fyrir og lagði annan alþingismann, Mörð Árnason, nú fyrir viku síðan í 8 manna úrslitum. Inga Þóra Ingvarsdóttirer 26 að aldri. Hún er stúdent frá MH, líkt og Jónas Örn og tók BA-próf í safnfræði frá HÍ 2002. Hún er með MA-próf í Propaganda, Persuasion and History frá University of Kent frá 2005. Inga Þóra hefur unnið mörg störf, m.a. á leikskóla, elliheimili, bókasafni, hjá Orkuveitu Reykjavíkur og sem bréfberi hjá Íslandspósti. Inga Þóra hefur mikinn áhuga á bókmenntum og les heims- og afþreyingarbókmenntir jöfnum höndum. Myndlist er henni einnig hugleikin, sem og skriftir, tónlist og kvikmyndir. Sérsviðin segir hún tengjast áhugamálum og menntum - eins og gefur að skilja. Inga Þóra tók þátt í Gettu betur fyrir hönd MH öll sín menntaskólaár. Inga Þóra er eini keppandinn í 4 manna úrslitum sem hefur verið með frá fyrstu umferð. Hún lagði Þorvald Þorvaldsson smið í allra fyrsta þættinum á öðrum degi jóla; í 16 manna úrslitum gerði hún sér lítið fyrir og lagði Friðbjörn Eirík Garðarson lögmann, sem sjálfur hafði lagt af velli Stefán Pálsson í fyrstu umferð og í 8 manna úrslitum lagði hún sem fyrr segir Kristján Guy Burgess. Einvígi upp á 5 milljónir krónaMeistarinn er alvöru spurningaþáttur, "klassískur spurningaþátt," eins og stjórnandi þáttarins, Logi Bergmann hefur orðað það. Fréttaþulurinn Logi Bergmann er hreint enginn aukvisi þegar kemur að því að stýra spurningaþætti en hann var stjórnandi spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur við góðan orðstír í sjö ár. Markmiðið með Meistaranum var að leiða saman til spennandi einvígis skörpustu menn og konur landsins; jafnt þau sem þegar eru orðin landsmönnum að góðu kunn fyrir frækna framgöngu í spurningakeppnum, sem og aðra sem til stendur að uppgötva, laða fram á sjónvarsviðið. Allir sem náð hafa 20 aldursárum áttu þess kost að taka þátt. Efnt var til inntökuprófs - "Meistaraprófs" - í nóvember á fjórum stöðum á landinu, í Reykjavík, Egilsstöðum, Akureyri og á Ísafirði og var þáttaka með mesta móti. Þeir hlutskörpustu í prófinu munu mæta til leiks í Meistaranum, ásamt nokkrum af nafntogaðri gáfumönnum og spurningahaukum landsins. Meistarinn á sér enga fyrirmyndir, er nýr og fjölbreyttur spurningaþáttur fyrir alla fjölskylduna, sem sameina mun allt það besta sem tíðkast hefur í vinsælum spurningaþáttum. Spennan verður í hávegum höfð og mun ekki einasta reyna á þekkingu keppenda heldur ekki síður kænsku þeirra og heppni. Spurningar eru almenns eðlis, um allt og ekkert, allt frá því að vera níþungar í að vera laufléttar. Reynir því ekki einasta á gáfur keppenda heldur ekki hvað síst á kænsku og heppni. Einn mikilvægasti liðurinn í keppninni er nefnilega sá að keppendur þurfa að velja flokka ýmist handa sér eða mótkeppanda sínum. Keppendur þurfa því að spreyta sig á flokkum sem mótkeppandi velur jafnt og hinum ýmsu mynd- og hljóðdæmum. Þurfi keppandi því að hafa heppnina sín megin og leika leikinn að kænsku til að reyna að koma andstæðingum sínum fyrir kattanef. Sá sem krýndur verður Meistarinn eftir að hafa lagt alla keppinauta sína í maður-á-mann útsláttarkeppni mun fá að launum 5 milljónir króna í beinhörðum peningum. Í fyrstu umferð sitja tíu manns hjá. Að fyrstu umferð lokinni þurfa þau sextán sem eftir standa að berjast upp á líf og dauða til að komast áfram í næstu umferð, rétt eins og um bikarkeppni sé að ræða. Meistarinn hefur fengið geysigóðar viðtökur síðan hann hóf göngu sína um síðustu jól. Það staðfestist í dagbókarkönnun Gallup, sem birt var á dögunum, að þátturinn á sér nú þegar orðið traustan hóp áhorfenda en hann skipar sér nú í sinni annarri könnun í hóp með allra vinsælustu þáttum Stöðvar 2. Meistarinn er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudögum kl. 20:05 og endursýndur á laugardögum kl. 16:00 og mánudögum kl. 23:00. Hægt er að nálgast Meistarann og aðra íslenska þætti sem sýndir eru á Stöð 2, Sirkus, Sýn og NFS á Vísir VefTV visis.is.
Meistarinn Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira