Lægstur lífeyrir og mesta tekjuskerðingin á Íslandi 9. maí 2006 16:00 Ellilífeyrir er lægstur hér á landi af öllum Norðurlöndunum og skerðist mest við aðrar tekjur. Á öllum Norðurlöndunum er svipað hlutfall ellilífeyrisþega sem lifir við fátæktarmörk. Þetta er niðurstaða aðalfundar norrænna eldri borgara sem fram fer í Reykjavík þessa dagana. Hér á landi búa um 30% ellilífeyrisþega við fátæktarmörk, hlutfallið er svipað í Finnlandi en ástandið er skást í Svíþjóð og Noregi, þar sem rétt um 20% eldri borgara eru í fátækasta hópinum. Á milli 70 og 80 %af fátækasta hópnum eru konur. Tvær aðalskýringar á bágri stöðu eldri borgara hér á landi eru lágur grunnlífeyrir, sá lægsti á Norðurlöndunum og hörð skerðing lífeyris ef aðrar tekjur koma til. Grunnlífeyrir hér á landi eru tæplega 23 þúsund en í Danmörku er sama upphæð tæpar sextíu þúsund krónur. Þegar við bætist tekjutrygging og tekjutryggingarauki er heildarupphæð lífeyris einstæðings komin upp í tæplega 90 þúsund hér en tæp 119 þúsund í Danmörku. Ef einstaklingurinn þénar eitthvað umfram lífeyrinn frá ríkinu, eða á inni lífeyrisgreiðslur úr einkalífeyrissjóði þá byrja greiðslur frá ríkinu strax að skerðast hér á Íslandi en í Danmörku getur einstaklingur unnið sér inn rúmar 55 þúsund krónur áður en lífeyrir hans byrjar að skerðast. Og þegar því marki er náð, skerðast lífeyristekjur Dana einungis um 30% meðan lífeyrir Íslendings skerðist mun hraðar niður að grunnlífeyri. Húsnæðisekla aldraðra er því sem næst einsdæmi á Íslandi, auk þess sem öldrunaríbúðir á hinum Norðurlöndunum eru mun betur útbúnar heldur en öldrunarheimili á Íslandi. Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara, segir Íslendinga eina um að vera enn að byggja stór öldrunarheimili, á hinum Norðurlöndunum sé nú nær eingöngu byggðar öryggisíbúðir, þar sem hver einstaklingur hefur eitt og hálft til tvö herbergi út af fyrir sig. Hér sé því miður brestur á því að aldraðir á dvalarheimilum hafi nokkuð einkarými. Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Ellilífeyrir er lægstur hér á landi af öllum Norðurlöndunum og skerðist mest við aðrar tekjur. Á öllum Norðurlöndunum er svipað hlutfall ellilífeyrisþega sem lifir við fátæktarmörk. Þetta er niðurstaða aðalfundar norrænna eldri borgara sem fram fer í Reykjavík þessa dagana. Hér á landi búa um 30% ellilífeyrisþega við fátæktarmörk, hlutfallið er svipað í Finnlandi en ástandið er skást í Svíþjóð og Noregi, þar sem rétt um 20% eldri borgara eru í fátækasta hópinum. Á milli 70 og 80 %af fátækasta hópnum eru konur. Tvær aðalskýringar á bágri stöðu eldri borgara hér á landi eru lágur grunnlífeyrir, sá lægsti á Norðurlöndunum og hörð skerðing lífeyris ef aðrar tekjur koma til. Grunnlífeyrir hér á landi eru tæplega 23 þúsund en í Danmörku er sama upphæð tæpar sextíu þúsund krónur. Þegar við bætist tekjutrygging og tekjutryggingarauki er heildarupphæð lífeyris einstæðings komin upp í tæplega 90 þúsund hér en tæp 119 þúsund í Danmörku. Ef einstaklingurinn þénar eitthvað umfram lífeyrinn frá ríkinu, eða á inni lífeyrisgreiðslur úr einkalífeyrissjóði þá byrja greiðslur frá ríkinu strax að skerðast hér á Íslandi en í Danmörku getur einstaklingur unnið sér inn rúmar 55 þúsund krónur áður en lífeyrir hans byrjar að skerðast. Og þegar því marki er náð, skerðast lífeyristekjur Dana einungis um 30% meðan lífeyrir Íslendings skerðist mun hraðar niður að grunnlífeyri. Húsnæðisekla aldraðra er því sem næst einsdæmi á Íslandi, auk þess sem öldrunaríbúðir á hinum Norðurlöndunum eru mun betur útbúnar heldur en öldrunarheimili á Íslandi. Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara, segir Íslendinga eina um að vera enn að byggja stór öldrunarheimili, á hinum Norðurlöndunum sé nú nær eingöngu byggðar öryggisíbúðir, þar sem hver einstaklingur hefur eitt og hálft til tvö herbergi út af fyrir sig. Hér sé því miður brestur á því að aldraðir á dvalarheimilum hafi nokkuð einkarými.
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira