Sport

Alonso kallar á úrbætur

Fernando Alonso vill sigra á heimavelli sínum í næstu keppni
Fernando Alonso vill sigra á heimavelli sínum í næstu keppni NordicPhotos/GettyImages

Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault vill að lið hans spýti í lófana fyrir næstu keppni til að bregðast við góðri byrjun fyrrum heimsmeistarans Michael Schumacher og Ferrari í móti ársins, en Þjóðverjinn hefur nú unnið tvær keppnir í röð. Næsta mót fer fram á heimavelli Alonso á Spáni strax um næstu helgi.

"Við þurfum að bæta okkur á öllum sviðum, því í augnablikinu erum við greinilega skrefi á eftir Ferrari-liðinu. Ég hef samt trú á því að við hjá Renault verðum sterkir í Barcelona um næstu helgi, því við höfum alltaf náð mjög góðum tímum á æfingum á brautinni þar," sagði Alonso, sem hefur verið mjög stöðugur í mótum ársins og aldrei endað neðar en í öðru sæti. Hann hefur 13 stiga forskot á Michael Schumacher í keppni ökumanna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×